spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún stigahæst í sigurleik Leicester Riders í Edinborg

Sara Rún stigahæst í sigurleik Leicester Riders í Edinborg

Sara Rún Hinriksdóttir og Leicester Riders unnu í dag Caledonia Pride í úrvalsdeildinni í Bretlandi, 61-91. Leikurinn sá annar sem Riders spila á 2020-21 tímabilinu, en þær unnu þann fyrsta einnig og eru því taplausar við topp deildarinnar.

Sara Rún lék rúmar 24 mínútur í leiknum, sem í raun hætti að vera spennandi í fyrri hálfleik. Á þeim skilaði hún 19 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta, en hún leiddi liðið í stigaskorun í dag.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -