spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún og Leicester Riders tryggðu sér sæti í úrslitum WBBL bikarkeppninnar

Sara Rún og Leicester Riders tryggðu sér sæti í úrslitum WBBL bikarkeppninnar

Sara Rún Hinriksdóttir og Leicester Riders tryggðu sér í dag sæti í úrslitum bresku WBBL bikarkeppninnar með sigri á Cardiff Met Archers, 57-27. Í úrslitum í janúar munu Riders mæta ríkjandi meisturum keppninnar Sevenoaks Suns, en Riders eru ríkjandi meistarar hinnar bikarkeppni deildarinnar.

Sara Rún var atkvæðamikil í annars nokkuð öruggum sigri Riders í dag. Á rúmum 24 mínútum spiluðum skilaði hún 10 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -