spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún og Leicester Riders á sigurgöngu í Bretlandi

Sara Rún og Leicester Riders á sigurgöngu í Bretlandi

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og Leicester Riders lögðu í dag lið Newcastle Eagles í úrvalsdeildinni í Bretlandi, 39-66. Riders það sem af er án taps eftir fyrstu þrjá leikina og í efsta sæti deildarinnar. Hafa unnið alla sjö leiki sína í deild og bikar á tímabilinu.

Sara Rún lék rúmar 23 mínútur í leik dagsins. Á þeim skilaði hún 16 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Riders í deildinni er gegn Cardiff Met Archers þann 31. janúar, en þær eiga bikarleik í millitíðinni gegn Nottingham Wildcats þann 24. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -