spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún öflug í fyrsta leik tímabilsins með Leicester Riders

Sara Rún öflug í fyrsta leik tímabilsins með Leicester Riders

Sara Rún Hinriksdóttir og félagar í Leicester Riders unnu í kvöld opnunarleik tímabils síns gegn Manchester Met Mystics, 65-44, en leikurinn var í bikarkeppni sem leikin er fyrir tímbilið sem hefst svo 12. desember.

Sara Rún var fyrirliði liðsins í leiknum, en á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði hún 8 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Næsti leikur liðsins er 21. nóvember gegn Nottingham Wildcats.

Fréttir
- Auglýsing -