spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún öflug er Sedis tryggði sig áfram í FIBA Europe Cup

Sara Rún öflug er Sedis tryggði sig áfram í FIBA Europe Cup

Sara Rún Hinriksdóttir og Sedis lögðu Castors Braine í fyrstu umferð úrslitakeppni FIBA Europe Cup í kvöld, 87-83.

Á rúmum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 7 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Leikurinn var seinni tveggja sem liðin léku, en í heild vann Sedis einvígið með 26 stigum og hafa tryggt sig áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Þar mun liðið mæta Girona í tveimur leikjum, 11. og 18. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -