Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta tryggðu sig í dag áfram í undanúrslit um rúmenska titilinn með öðrum sigri á Alexandria, 66-48, en vinna þurfti tvo leiki til þess að komast áfram.
Á tæpum 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 16 stigum, 9 fráköstum, 3 fráköstum og 3 stolnum boltum.
Úrslitin hafa að mestu verið eftir bókinni í úrslitakeppninni í Rúmeníu, þar sem liðin í 1., 3. og 4. sæti hafa öll tryggt sig áfram í undanúrslitin. Eina liðið sem á inni oddaleik í sinni viðureign er Satu Mare, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en þær leika hann gegn Targu Secuiesc þann 2. apríl.
Sara Rún og og Phoenix, sem höfnuðu í 4. sæti deildarinnar mæta Sepsi í undanúrslitunum, en Sepsi var efsta lið deildarinnar í vetur með 21 sigur og aðeins 1 tap.