spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún næst stigahæst í sigurleik Riders í Newcastle

Sara Rún næst stigahæst í sigurleik Riders í Newcastle

Sara Rún Hinriksdóttir og Leicester Riders unnu í kvöld lið Newcastle Eagles, 71-96 í bresku WBBL keppninni. Riders búnar að vinna báða leiki sína það sem af er tímabili, en þær eru eftir hann efstar í norðurhluta keppninnar.

Fyrir Eagles var Alison Gorrell atkvæðamest með 19 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Riders var það Kate Oliver sem dróg vagninn með 29 stigum og 3 fráköstum.

Sara Rún var næst stigahæst í liði Riders í dag með 16 stig, við það bætti hún 7 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -