spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún með laglega tvennu fyrir Phoenix í bikarnum

Sara Rún með laglega tvennu fyrir Phoenix í bikarnum

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix CSU lögðu lið Universitatea Cluj í seinni leik einvígis liðanna í rúmenska bikarnum fyrr í dag, 83-55.

Fyrri leikinn hafði Phoenix unnið með 15 stigum, 61-75.

Á tæpum 33 mínútum spiluðum í leik dagsins skilaði Sara Rún 20 stigum, 11 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Næsti leikur Phoenix er einnig gegn Cluj, þá í deildinni, þann 2. október.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -