spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún með 14 stig gegn Schio

Sara Rún með 14 stig gegn Schio

Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza töpuðu fyrir Schio í úrvalsdeildinni á Ítalíu í dag, 70-89.

Eftir leikinn er Faenza í 9. sæti deildarinnar með sex sigra og þrettán töp það sem af er tímabili.

Sara Rún var stigahæst í liði Faenza í leiknum með 14 stig, en við það bætti hún fimm fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Söru og Faenza er eftir landsleikjahlé, þann 18. febrúar gegn Sassari.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -