spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Sara Rún fyrir leikinn gegn Spáni "Við þurfum bara að berja frá...

Sara Rún fyrir leikinn gegn Spáni “Við þurfum bara að berja frá okkur”

Íslenska landsliðið er mætt til Huelva á Spáni þar sem það mun á fimmtudag mæta heimakonum í fyrri leik nóvemberglugga síns í undankeppni EuroBasket 2023. Fyrir leik morgundagsins hefur Ísland tapað báðum leikjum sínum í riðlinum á meðan að Spánn hefur unnið báða leiki sína, en þær eru sem stendur efstar á Evrópulista FIBA.

12 leikmanna hópur Íslands fyrir nóvembergluggann

Fréttaritari Körfunnar á Spáni ræddi við Söru Rún Hinriksdóttur leikmann Faenza á Ítalíu og íslenska landsliðsins um leikina tvo í glugganum og við hverju íslenskir stuðningsmenn megi búast við af sínu liði.

Hérna er heimasíða mótsins

Seinni leikur liðsins er svo heimaleikur komandi sunnudag 27. nóvember kl. 16:30. Miðasala er í fullum gangi á leikinn inni á Stubb, en fyrir þá sem komast ekki verður hann einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -