spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Sara Rún fyrir landsleikina tvo í Grikklandi "Spilum allar með hjartanu"

Sara Rún fyrir landsleikina tvo í Grikklandi “Spilum allar með hjartanu”

Íslenska landsliðið leikur tvo leiki í undankeppni EuroBasket 2021 í vikunni. Báðir fara leikirnir fram í búbblu í Grikklandi, þar sem að fyrri leikur þeirra fimmtudaginn 12. gegn sterku liði Slóveníu og laugardaginn 14. gegn Búlgaríu. Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV.

Karfan setti sig í samband við Söru Rún Hinriksdóttur leikmann liðsins og spurði hana út í leikina tvo og aðstæður í Grikklandi.

Hvernig fer um liðið í Grikklandi?

“Ferðalagið gekk mjög vel, buið að rigna rosa mikið í dag og nokkrar töskur eru týndar, en annað en það þá eru allir í mjög góðum gír”

Hvernig lýst þér á þetta lið sem er saman komið?

“Það er mikill styrkleiki að það geta allir skotið í þessu liði. Veikleikinn okkar gæti verið að við höfum ekki geta æft saman á Íslandi fyrir ferðina”

Breytir væntanlega leik liðsins að vera án Helenu og Hildar?

“Já, það eru rosalega stór göt sem þarf að fylla upp í, og við söknum þeirra mikið. En það kemur alltaf maður í manns stað og við þurfum allar að stíga upp”

Hverjir eru möguleikar ykkar í leikjunum tveimur?

“Ég fer allavega í alla leiki og geri mitt besta og auðvitað er stefnan alltaf sett á sigur. En þið megið búast við hörkuleik þar sem bæði liðin eru mjög góð”

Við hverju mega íslenskir aðdáendur ykkar búast?

“Þeir mega búast við því að við spilum allar með hjartanu þar sem það er mjög langt síðan allir spiluðu síðast leik og óvíst hvenær við spilum körfubolta aftur”

Fréttir
- Auglýsing -