spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún atkvæðamikil í mikilvægum sigurleik gegn Valdarno

Sara Rún atkvæðamikil í mikilvægum sigurleik gegn Valdarno

Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza lögðu Valdarno í fyrsta leik sínum í umspili um að halda sæti sínu í deildinni á næsta tímabili, 55-50.

Faenza hafði ekki endað tímabilið í fallsæti, en nógu neðarlega til þess að vera meðal þeirra fjögurra neðstu liða sem þurfa að keppast um að halda sæti sínu á næsta tímabili, en til þess þurfa þær nú einn sigurleik í viðbót gegn Valdarno.

Sara Rún var öflug fyrir Faenza í leik kvöldsins, skilaði 15 stigum og frákasti á rúmum 24 mínútum spiluðum.

Næsti leikur Faenza gegn Valdarno er komandi mánudag 10. apríl.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -