spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún atkvæðamikil er Faenza tapaði fyrir Sassari

Sara Rún atkvæðamikil er Faenza tapaði fyrir Sassari

Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza töpuðu fyrir Sassari í framlengdum leik í dag í Serie A á Ítalíu, 89-81.

Eftir leikinn er Faenza í 10. sæti deildarinnar með tvo sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara 16 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Söru og Faenza er komandi laugardag 12. nóvember gegn Bologna.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -