spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún atkvæðamest gegn Sfantu Gheorghe

Sara Rún atkvæðamest gegn Sfantu Gheorghe

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta máttu þola sitt þriðja tap í röð í kvöld í rúmensku úrvalsdeildinni þegar að liðið laut í lægra haldi fyrir ACS Sepsi Sic Sfantu Gheorghe, 79-61.

Á rúmum 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 17 stigum, 10 fráköstum og 3 stoðsendingum, en hún var framlagshæst í liði Phoenix í dag.

Næsti leikur Phoenix í deildinni er þann 23. október gegn CS Municipal Targoviste.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -