spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún áfram í FIBA Europe Cup

Sara Rún áfram í FIBA Europe Cup

Sara Rún Hinriksdóttir og Sedis lögðu Eleftheria í FIBA Europe Cup í kvöld, 70-61.

Á 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 5 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta.

Með sigrinum tryggði liðið sér sigur í A riðil keppninnar með fimm sigra og aðeins einn tapaðan leik og eru þær því öruggar áfram á næsta stig keppninnar sem hefst nú í desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -