07:00
{mosimage}
(Sara hefur leikið með Haukum undanfarin þrjú tímabil)
Haukar verða án miðherjans Söru Pálmadóttur næsta vetur en Ísfirðingurinn hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og hefur hún því leikið sinn síðasta leik. Sara segir við heimasíðu Hauka að meiðsli undanfarinna ára hafi knúið hana til að hætta.
,,Ég er búin að vera í körfu í 9 ár og af þeim hef ég verið að kljást við meiðsli 7 þeirra,” sagði Sara við heimasíðu Hauka. ,,Ég hef ekkert spilað í tvo mánuði og hef sjaldan eða aldrei liðið eins vel í líkamanum. Ég verð kannski aðeins með í sumar en svo ekki meir.”
Sara varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007 en hún var einn þeirra leikmanna sem vann fimmfalt með Haukum keppnistímabilið 2006-07.
Mynd: Emil Örn Sigurðarson



