spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSara Diljá til Fjölnis

Sara Diljá til Fjölnis

Fjölnir heldur áfram að safna liði fyrir komandi leiktíð í 1. deild kvenna. Í gær var tilkynnt að liðið hafði samið við leikmanninn Söru Diljá Sigurðardóttur um að leika með liðinu. 

 

Sara Diljá kemur frá Snæfell þar sem hún hefur leikið síðustu þrjú ár. Á síðasta tímabili var hún með 4 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leik fyrir Snæfell. Sara er uppalin hjá Val en á nokkra leiki með Stjörnunni. 

 

Fjölnir ætlar sér stóra hluti í 1. deild kvenna á komandi leiktíð en liðið rétt missti af sæti í Dominos deildinni á síðustu leiktíð er liðið tapaði gegn KR í úrslitaeinvíginu. Halldór Karl Þórsson er tekinn við liðinu og þá hefur Alexandra Petersen samið við liðið um að leika þar á komandi leiktíð.

 

Fréttir
- Auglýsing -