spot_img
HomeFréttirSannleikurinn með bullandi heimþrá

Sannleikurinn með bullandi heimþrá

 

Þrátt fyrir að vera að spila með LA Clippers og í þeirri borg sem Paul Pierce ólst upp þá er nokkuð ljóst að kappinn er með bullandi heimþrá til Boston. Pierce sem spilaði með Boston 1998 til 2013 var ráfandi um götur borgarinnar í gær og var duglegur að þruma inn myndum á Facebook síðu sína.  Akandi inn í borgina yfir Tobin brúnna setti hann inn myndband sem sýndi TD Garden, heimavöll Boston Celtics og undir myndbandinu stendur einfaldlega "Chillz" og væri hægt að heimfæra það á "Gæsahúð"

 

Stuðningsmenn Boston Celtics kunnu að meta þessa ást Pierce á borginni og svöruðu honum óspart með saknaðarkveðjum í commentum.  Boston og Clippers spila í dag kl 14:00 að staðar tíma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -