spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSanngjarn sigur Tindastóls í fyrsta leik gegn Íslandsmeisturunum

Sanngjarn sigur Tindastóls í fyrsta leik gegn Íslandsmeisturunum

Í kvöld fór fram fyrsti leikur um Íslandsmeistaratitilinn 2023. Til úrslita leika sömu lið og léku í fyrra, Valur og Tindastóll. Eins og allir vita, þá unnu Valsmenn þá rimmu í hörkuspennandi einvígi. Þetta einvígi byrjar geysilega vel, troðfull höll hálftíma fyrir leik. Gríðarleg stemming nú þegar á pöllunum, eins og við var að búast, þá voru Skagfirðingarnir mun öflugri en Valsmenn voru ekki langt undan í stemmingunni. PrettyBoiTjokko kom síðan þeim örfáu sem ekki voru í stuði í massastuð.

Tindastóll byrjaði leikinn betur með Badmus í stuði. Síðan spiluðu Tindastólsmenn mjög agenga vörn og þá sérstaklega gegn Kára. Valsmenn voru samt aldrei langt á eftir og leikurinn í járnum. Tindastólsmenn þó með undirtökin eftir að hafa sett niður tvo þrista með skömmu millibili. Stólarnir leiddu eftir fyrsta leikhluta 15-20. Badmus og Drungilas með prýðisleik hjá Stólnum en Valsmenn fengu gott framlag frá Ozren.

Stemmingin virtist vera meira Sauðárkróksmegin á vellinum. Þeir voru betri bæði í vörn og sókn. Hjálmar fékk sína þriðju villu snemma í leikhlutanum. Þegar Stólarnir náðu 9 stiga forystu var Finni nóg boðið og tók leikhlé. Það leikhlé skilaði sínu, þvi á augabragði hafði Valur minnkað muninn í 3 stig, þá meðal með tröllatröðslu Ozren.​Þá tók Pavel leikhlé og aftur vöknðu Tindastolsmenn, náðu þægilegu forskoti á meðan hver feilsendingin og erfit skot foru forgörðum hjá Val.Tindastóll leiddi í hálfleik 30-49. Hreinasta hörmung hjá Íslandsmeisturunum fyrir utan að hafa haldið Sigtryggi Arnari í núll stigum, þá eru þeir með afleita hittni, t.d. 0/11 í þriggja stiga skotum.

Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Stólarnir. Þegar um tvær mínútur voru liðnar þá sló Drungilas í Kristófer þanng að hann fékk skurð á ennið. Við það stoppaði leikurinn á meðan gert var að sárum hans og dómarar að skoða atvikið í VAR skjánum. Tæknivilla var niðurstaðan. Næstu mínútur voru svolítið farsakenndar, mikill asi á báðum liðum. Það fór þó svo að Tindastóll hafði betur í þessari baráttu og juku forskot sitt og leiddu eftir þrjá leikhluta 45-63. 

Það var lítið sem benti til annars en að Tindastóll myndi sigla þessum sigri þægilega í höfn. Höfðu fulla stjórn á leiknum. Alveg þangað til að Booker ákvað að fara að hitta úr þriggja stiga skotunum sínum og Valur minnkaði muninn í 4 stig og ein og hálf mínúta eftir. Siðasta mínútan var síðan æsispennandi, Valsmenn minnkuðu muninn í 3 stig og tæp hálf mínúta eftir. Pavel tók þá leikhlé. Valmsenn að gera vel í vörninni og það án þess að Hjálmar sé inná, en hann kom ekkert inná í seinni hálfleik. Keyshawn Woods var síðan sultuslakur á vítalínunni í lokin og setti niður 4 vítaskot og Tindastóll landaði sanngjörnum sigri 82-83.

Bestur í liði Vals var Ozren sem raðaði niður þrigga stiga skotunum í lokinn. Hann var með 20 stig og 8 fráköst.Kristófer var einnig með 20 stig og 8 fráköst. Þá er vert að nefna þátt Bookers sem kom Valsmönnum aftur inn í leikinn, hann var með 18 stig og 8 fráköst. 

Hjá Tindastól var Badmus og Woods með 20 stig hvor, áttu báðir hörkuleik. Badmus í fyrri hálfleik en Woods í þeim seinni. Drungilas var góður og Pétur stjórnaði liðinu inn á vellinum eins og herforingi.

Virkilega góður og sanngjarn sigur hjá Tindastól. Eins og liðið spilaði fyrstu þrjá leikhlutana sá maður ekki annað í stöðunni en að Íslandsmeisturunum yrði sópað úr þessu einvigi. En Valsmenn sýndu hvað þeir geta í síðasta leikhluta og þeir verða að sýna svipaðan leik það sem eftir er ef þeir ætla sér að gera atlögu að titlinum.

Næsti leikur er í Síkinu á þriðjudaginn klukkan 19:15 – þar verður skagfirsk veisla..

Fréttir
- Auglýsing -