spot_img
HomeFréttirSannfærandi sigur(Umfjöllun)

Sannfærandi sigur(Umfjöllun)

22:42

{mosimage}

Haukar tóku á móti Þór Þ. í kvöld í 1. deild karla. Fyrir leikinn voru Haukar með einn sigur en Þórsarar án sigurs. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun en það voru liðsmenn Hauka sem stóðu upp úr í kvöld en þeir spiluðu afar vel í seinni hálfleik. Lokatölur voru 91-70 fyrir heimamenn.

Haukar voru sterkari á upphafsmínútunum en Þórsarar voru aldrei langt undan. Haukar náðu 10 stiga forystu um miðjan seinni hálfleik en með seiglu og baráttu minnkuðu Þórsarar muninn í tvö stig en það munaði átta stigum á liðunum í hálfliek 38-30. Haukar hófu seinni hálfleik af miklum krafti og lögðu grunninn að sigrinum. Frábær varnarleikur skilaði liðinu mörgum auðveldum körfum og Haukamenn voru einráðir á vellinum.

{mosimage}

Lokatölur leiksins voru 91-70 fyrir Hauka sem hafa unnið tvo fyrstu leikina sína í deildinni á meðan Þórsarar eru enn að leita að sínum fyrsta.

Bestur liðsmanna Hauka í kvöld var Kristinn Jónasson en hann skoraði 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Kristinn kann greinilega vel við sig á gamla heimavellinum en hann var að leika sinn fyrsta heimaleik með Haukum eftir að hafa gengið til liðs við Hafnarfjarðarliðið að nýju. Sveinn Ómar Sveinsson skoraði 16 stig.

{mosimage}

Hjá Þór stóð Richard Field upp úr en hann skoraði 29 stig í leiknum. Hann var allt í öllu hjá liðinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Baldur Ragnarsson skoraði 12 stig en breiddin hjá Þórsurum er ekki mikil og kom það í ljós í kvöld.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -