Skagamenn tóku í gærkvöldi á móti Þórsurum í 1. deildinni. Fyrri leikur liðanna á Akureyri í vetur var jafn og spennandi og fór á endanum þannig að Þórsarar fóru með 2ja stiga sigur.
Það var allt útlit fyrir að samskonar leikur væri í gangi í gær, jafnt var á nánast öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 23 stig Skagamanna gegn 24 stigum Akureyringa. Annar leikhluti byrjaði á sömu nótum en Þórsarar voru alltaf skrefi á undan og um miðbik fjórðungsins höfðu þeir náð 10 stiga forystu. Skagamenn neituðu þó að hleypa gestunum of langt frá sér og komu til baka og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn 4 stig, 43 – 47 fyrir Þór en bæði lið höfðu tekið 20 fráköst hvort í hálfleiknum.
Þriðji fjóðungur fór vel af stað hjá Þórsuru , Elías Kristjánsson setti niður þrjá þrista í röð og fljótlega var munurinn aftur orðinn tíu stig Þórsurum í vil en enn og aftur neituðu leikmenn ÍA að gefast upp og minkuðu muninn í fjögur stig en þá gáfu gestirnir aftur í og voru með huggulega 11 stiga forystu að loknum þriðja leikhluta, 65 – 76. Loka leikhlutinn var svo eign Þórsara og náðu þeir mest 22ja stiga forystu en þegar loka flautan gall var þægilegur 19 stiga sigur þorparanna frá Akureyri staðreynd, eða 84 – 103.
Þórsarar spiluðu sinn leik vel og nýttu sér mjög veikan varnarleik ÍA. Sókanarleikur heimamanna var á köflum góður en þó alls ekki nógu góður á heildina litið. Einnig voru skagamenn gersigraðir í fráköstum í seinni hálfleik en eftir jafnan frákasta fyrrihálfleik urðu lokatölur í fráköstum 35 – 52 en skagamenn tóku einungis 5 sókanarfráköst í leiknum á meðan Þórsarar tóku 12.
Stigahæstur í liði ÍA var Zachary Jamarco Warren með meðaltalið sitt, 38 stig, en hann tók að auki 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en hann var duglegur að keyra inn að körfunni í kvöld og skoraði margar skrautlegar körfur. En þriggja stiga nýtingin kappans í kvöld var sú slakasta á tímabilinu, eitt ofaní í níu tilraunum. Sama var með hann og allt liðið í heild en enn er verið að leita að varnarvinnunni, hún lét einfaldlega ekki sjá sig í kvöld og uppskeran úr leiknum eftir því.
Hjá gestunum átti Elías Kristjánsson frábæran leik en hann setti niður 32 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur, auk þess að taka 7 fráköst. Ólafur Aron Ingvarsson átti einnig flottann leik með 19 stig og 14 stoðsendingar auk þess sem Jarrel Crayton skilaði sínu með 22 stig og 12 fráköst.
Þórsarar styrktu stöðu sína í 2. sæti deildarinnar í kvöld og minnkuðu forskot Tindastóls niður í 4 stig, en Stólarnir töpuðu í kvöld sínum fyrstadeildar leik á tímabilinu. Einnig juku Þórsar forystu sína á Hött sem er í þriðja sætinu í 4 stig en Hattarmenn töpuði einnig í kvöld og eru því í mestu makindum með 20 stig í 2. sæti.
Skagmenn duttu við tapið niður í 8. sæti deildarinnar en FSu, Breiðablik, Hamar og ÍA eru öll með 12 stig í 5. – 8. sæti þannig að það er alveg ljóst að það er mikil og hörð barátta framundan um sæti í úrslitakeppninni í mars.
Umfjöllun/ HH
Mynd/ Jónas Ottósson



