spot_img
HomeFréttirSannfærandi í ÞorlákshöfnUmfjöllun)

Sannfærandi í ÞorlákshöfnUmfjöllun)

00:57

{mosimage}

Þór Þorlákshöfn tók á móti Haukum í kvöld í 1. deild karla í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið með 14 stig í 4. og 5. sæti og ljóst að breyting yrði á stigatöflunni eftir leikinn. Leikurinn var fjörugur og spennandi þó svo að Haukar hefðu unnið öruggan sigur, 70-90, en innbyrgðis viðureign þessara liða gæti skipt máli ef málin þróast þannig í lok tímabils. Sigur Hauka var sá fjórði í röðinni en fyrsta tap Hallgríms Brynjólfssonar sem þjálfara Þórs á heimavelli.

Haukar opnuðu leikinn með þriggja-stigakörfu frá Sigurði Þór Einarssyni en Þórsarar voru fljótir að svara fyrir sig með tveim körfum í röð. Eftir þetta skiptust liðin á að skora og varð munurinn aldrei meiri en 2 stig og leiddu Haukar með 2 stigum 15-17.

{mosimage}
(Hallgrímur Brynjólfsson tapaði sínum fyrsta leik með Þórsliðið í kvöld)

Haukar komu með gott áhlaup í upphafi annars leikhluta og skoruðu sjö stig í röð og breyttu stöðunni í 15-24. Þór skoraði eitt stig úr víti og Haukar bættu svo körfu við. Þór minnkaði muninn í 3 stig eftir að hafa skorað 7 stig í röð, 23-26. Haukar settu þá allt í botn og og settu 8 stig í röð og voru komnir með góða forystu. Liðins skiptust á körfum en Haukar fóru með 13 stig í hálfleik, 31-44.

Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og bættu bara í. Elvar Steinn Traustason kom inn á fyrir Hauka og sallaði niður 3 af 5 þristum sínum í leiknum en Haukar voru drjúgir fyrir utan þriggjastigalínuna og settu niður 5 þrista í leikhlutanum.
Þegar leikhlutanum lauk voru Haukar komnir með 22 stiga forystu, 49-71.

{mosimage}
(Lúðvík Bjarnason spilaði vel fyrir Hauka – setti 17 stig)

Til að eiga innbyrgðis viðureignina þurftu Haukar að sigra með 23 stigum eftir að Þórsarar höfðu gert góða ferð í fjörðinn í fyrri leik liðanna. Í ljósi þess að Haukar voru 22 stigum yfir þurftu þeir einungis að sigra leikhlutann með 1 stigi. Það hefði ekki verið mikið mál fyrir þá ef þeir hefðu nýtt vítaskotin sín betur en Haukar voru einungis með 69% nýtingu á vítalínunni. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að keyra muninn upp en Þórsarar voru ekki á þeim buxunum að leyfa Haukum að vinna stærri sigur og Hallgrímur Brynjólfsson og Hjörtur Ragnarsson skoruðu mikilvægar körfur. Leikurinn endaði með 20 stiga sigri gestana úr Hafnarfirði 70-90.

Hjá Haukum skoruðu 5 leikmenn yfir 10 stig og voru þeir Elvar Traustason (5 af 6 í þriggja) og Sigurður Þór Einarsson með 18 stig, Lúðvík Bjarnason með 17 stig, Sveinn Ómar Sveinsson með 15 stig og 10 fráköst og Óskar Magnússon með 13 stig.

{mosimage}
(Isaac Westbrook var stigahæstur allra með 21 stig)

Hjá Þór Þorl. var Isaac Westbrook með 21 stig, Grétar Erlendsson með 15, Þorbergur Heiðarsson með 11 stig og Hallgrímur Brynjólfsson með 10. Sveinbjörn Skúlason náði sér ekki á strik í leiknum og skoraði aðeins eina körfu.

Eftir leikinn er Breiðablik í 1. sæti með 28 stig, Valur í 2. með 22 stig, FSu í 3. með 20 stig, Haukar í 4. með 16 stig og Þór Þor. með 14 stig í því 5.

Tölfræði

Texti: Emil Örn Sigurðarson og [email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -