23:30
{mosimage}
(Tony Cornett að fara troða boltanum í leiknum)
Breiðablik vann Hauka í kvöld í 1. deild afar sannfærandi þegar þeir lögðu gestina úr Hafnarfirði að velli 99-78. Með sigrinum er liðið í efsta sæti deildarinnar ásamt Val og FSu með fjögur stig en Haukamenn er í neðsta sæti án stiga eftir tvær umferðir.
{mosimage}
(Aðalsteinn Pálsson að leggja boltan ofaní)
Blikar gerðu út um leikinn strax í upphafi en þeir skoruðu 11 fyrstu stig leiksins áður en Haukamenn komust á blað. Breiðablik pressaði og áttu Haukar fá svör sem Blikar nýttu sér en þeir náðu mest 23 stiga mun í 1. leikhluta en höfðu 18 stiga forystu að honum loknum, 33-15.
Í öðrum leikhluta náðu Hafnfirðingar aðeins að komast inn í leikinn og minnkuðu muninn jafnt og þétt og munaði aðeins 14 stigum í hálfleik, 54-40, en vörn Blika var aðeins að hiksta og nýttu Haukamenn sér það.
{mosimage}
(Óskar Ingi Magnússon að skora 2 af 16 stigum sínum)
Í seinni hálfleik náðu Haukar að ógna Blikum nokkrum sinnum og fengu tækifæri til að rjúfa 10 stiga múrinn en þeir nýttu sér það ekki og Blikar svöruðu ávallt með körfu og því var munurinn 12-16 allan seinni hálfleikinn. Breiðablik vann að lokum 99-78.
Tony Cornett var gríðarlega öflugur í liði Breiðabliks og áttu Haukamenn fá svör við honum. Hann skoraði 25 stig, tók 11 fráköst, stal 8 boltum og 3 stoðsendingar. Næstir honum komu Njarðvíkingarnir Rúnar Erlingsson og Kristján Sigurðsson með 13 stig.
{mosimage}
(Halldór Halldórsson og Böðvar Sigurbjörnsson að kljást)
Hjá Haukum var Gunnar Birgir Sandholt með 18 stig og þeir Óskar Magnússon og Sigurður Einarsson skoruðu 16 stig.
Dómarar leiksins Einar Þór Skarphéðinsson og Konráð Brynjarsson stóðu sig mjög vel.
myndir: Gunnhildur Erna Theodórsdóttir



