spot_img
HomeFréttirSani og Carr frá ÍR

Sani og Carr frá ÍR

17:12

{mosimage}

ÍR-ingar hafa sagt upp samningi við erlenda leikmenn liðsins þá Tahirou Sani og Chaz Carr og munu þeir því ekki leika með félaginu á leiktíðinni. Í tilkynningu frá ÍR kemur fram að vegna efnahagsástandsins þurfti félagið að grípa til þessara neyðaraðgerðar.


Fréttatilkynning ÍR:
,,Í ljósi hamfara í íslensku efnahagslífi er ljóst að allar forsendur fyrir rekstri meistaraflokka eru brostnar. Ekkert svigrúm er fyrir fyrirtækin í landinu að styðja við og styrkja íþróttastarfið með þeim hætti sem tíðkast hefur síðustu ár. Körfunknattleikdsdeild ÍR er skuldlaus og hefur gert raunhæfar áætlanir um rekstur síðustu ár og staðið við þær.

Vegna gengisþróunar er óraunhæft að viðhalda samningum við erlenda leikmenn og jafnframt verður að skera allan annan kostnað niður í nánast ekki neitt. Af þessum sökum hefur körfuknattleiksdeildin sagt upp samningum við Tahirou Sani og Chaz Carr og munu þeir fara til síns heima um helgina. Liðið er skipað góðum íslenskum leikmönnum sem munu axla ábyrgð og taka af skilningi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Maður kemur í manns stað.

Það er mat stjórnarinnar að betra sé að taka á málum strax og að koma í veg fyrir að óraunhæfar fjárhagsskuldbindingar skemmi fyrir annars blómlegu starfi nú og til framtíðar. Það er jafnframt skoðun okkar að önnur lið muni grípa til samsvarandi aðgerða nú þegar.

Ákvörðun um að leika án erlendra leikmanna í vetur verður endurskoðuð þegar og ef forsendur breytast.

Nánari upplýsingar veitir Jón Örn Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR.”

Mynd: Jakob Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -