spot_img
HomeFréttirSanders fékk fjögurra leikja bann og Ingi Þór einn

Sanders fékk fjögurra leikja bann og Ingi Þór einn

 
Thomas Sanders, leikmaður Keflavíkur, var í dag úrskurðaður í fjögurra leikjabann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Sanders fór mikinn í oddaleiknum gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildar karla þegar hann grýtti Brynjari Þór Björnssyni á auglýsingaskilti við áhorfendastæðin í DHL-höllinni og beit hausinn af skömminni er hann stjakaði við dómaranum Sigmundi Má Herbertssyni á leið sinni út úr húsi. Þá var Ingi Þór Steinþórsson dæmdur í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í úrslitaleik Snæfells og Keflavíkur í unglingaflokki kvenna.
Það gerist ekki oft að erlendir leikmenn leiki meira en eitt tímabil hérlendis en ef Thomas Sanders leikur aftur á Íslandi þarf hann að taka út fjögurra leikja bann.
 
Fréttin í heild sinni á heimasíðu KKÍ:
 
Aga- og úrskurðarnefnd hefur dæmt í þremur málum sem komu inn á hennar borð í úrslitakeppni karla og frá úrslitahelgi yngri flokka sem fór fram fyrr í mánuðinum.
 
Nr. 18/2010-2011
"Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 18/2010-2011. Hinn kærði, Sean Burton, Snæfelli, skal sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Stjörnunnar sem fram fór þann 31. mars 2011 í Stykkishólmi."
 
Nr. 19/2010-2011
"Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 19/2010-2011. Hinn kærði, Ingi Þór Steinþórsson – Snæfell, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Keflavíkur í ungl. fl. kv. sem fram fór þann 10. apríl 2011."
 
Nr. 20/2010-2011
"Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 20/2010-2011. Hinn kærði, Thomas Sanders, skal sæta fjögurra leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Keflavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deild karla sem fram fór þann 7. apríl 2011."
 
Fréttir
- Auglýsing -