spot_img
HomeFréttirSan Antonio tilbúnir að skipta Parker

San Antonio tilbúnir að skipta Parker

Nú þegar nýliðavalið nálgast í NBA-deildinni er mikið rætt um möguleg leikmannaskipti. San Antonio er tilbúið að senda Tony Parker til þeirra liða sem eiga valrétt ofarlega í nýliðavalinu.
Slakur árangur á tímabilinu hefur neytt Gregg Popovich og félaga til að endurskoða leikmannalistann sinn og hafa þeir rætt við Toronto og Sacramento um möguleg skipti en liðin eiga fimmta og sjöunda valrétt í nýliðavalinu.
 
Sacramento vilja öflugan leikstjórnanda en þeir hafa einnig rætt við Denver um Raymond Felton.
 
Mynd: Franski leikstjórnandinn gæti orðið fyrsta fórnarlambið í uppbyggingu San Antonio.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -