spot_img
HomeFréttirSan Antonio Spurs Meistari

San Antonio Spurs Meistari

d

San Antonio Spurs gerðu sér lítið fyrir og dustuðu rykið af sópnum góða í gær þegar þeir kláruðu dæmið gegn Cleveland Cavaliers. Þeir sigruðu CAVS með minnsta mun í nótt, 82-83 á heimavelli CAVS. Í lok leiks var svo Tony Parker valinn besti leikmaður úrslitakeppninar.

 

Leikurinn var hnífjafn eftir fyrsta leikhluta en og í hálfleik leiddu gestirnir með 5 stigum. Þriðji leikhluti sem hefur verið akkilesarhæll þeirra CAVS virtis ekki vefjast fyrir þeim líkt og venjulega og náðu þeir að halda vel í lið Spurs en þó voru þeir 8 stigum undir fyrir síðasta leikhlutann. Í fjórða leikhluta tóku þeir gott 11-0 "run" og komast yfir í síðasta leikhlutanum. Í stöðunni 63-60 þá sýndu SA Spurs hvervegna þeir eru meistarar, þeir breytu stöðunni fljótlega í 63-66 og í kjölfarið náðu þeir góðum tökum á leiknum.Fljótlega voru þeir komnir í 66-74 og útlitið vissulega svart fyrir heimamenn.

Lebron James gerði eins og hann gat en vissulega hefur smá þreyta plagað drenginn sem hafði eldsnemma þann morgun eignast sinn annan son sem var nefndur Bryce Maximus James.

SA Spurs höfðu sem fyrr segir svo sigur og fögnuðu gríðarlega. "Þetta er aldrei leiðinlegt" sagði svo Tim Duncan að lokum leiks. Tony Parker var svo sem fyrr segir valinn maður úrslitakeppninar en hann var með 25 stig og 57% skotnýtingu að meðaltali gegn CAVS. Hann er fyrsti útlendingurinn sem hlýtur þessa nafnbót og verðandi kona hans, Eva Longoria þerraði tárin um leið og hann tók við verðlaunagripnum.

Lebron James átti því miður ekki nægilega góða seríu gegn Spurs og vissulega hefur það allt að segja fyrir lið CAVS. Hann var einnig með 37% skotnýtingu í seríunni og var með 10/30 í nótt. Þrátt fyrir það mega stuðningsmenn CAVS ekki örvænta. Fyrsta skipti í 43 ár sem liði fer í úrslit og lið þeirra er korn ungt og á líklega eftir að bera meira á því næstu árin ef vel er haldið á spilunum.

Aðrir Molar:
…Michael Finley hirti boltann úr leiknum og sagðist jafnvel ætla að hafa hann á milli hans og konu hans þegar þau færu til svefns það kvöldið.
…Robert Horry fékk sinn sjöunda titil í gær. Aðeins leikmenn frá Boston Celtics hafa náð þeim árangri.
…Spurs var með hæsta sigurhlutfall frá upphafi í úrslitakeppni í ár (72.7%)

Fréttir
- Auglýsing -