spot_img
HomeFréttirSan Antonio Spurs með sýnikennslu (Myndband)

San Antonio Spurs með sýnikennslu (Myndband)

Þessi myndbútur hér að neðan er úr öðrum leik OKC og San Antonio Spurs. Hér sést mjög vel hvað allir þekkja sínar stöður í kerfunum, hafa gott bil á milli sín og tímasetja allar hreyfingar eftir hárfínni nákvæmni.
 
Thabo Sefolosha og Perry Jones trappa Manu Ginobili við vinstra hornið. Hann leyfir þeim að koma og jafnvel fer innar í hornið til að fá þá nær sér. Boris Diaw flassar að körfunni sem dregur Steven Adams dýpra inn í teiginn og lengra frá Tim Duncan. Kevin Durant, sem á að vera að gæta Danny Green missir sjónar af honum í augnablik þar til hann fær fjall í bakið sem heitir Tim Duncan. Green sleppur aleinn niður í hornið. Þá hefur Perry Jones farið upp til að pikka aftur upp Diaw og við það opnast sjónlínan milli Ginobili og Green. 
 
Manu neglir sendingu, sem aðeins hann gæti framkvæmt, beint í hendurnar á Green sem neglir galopnum þrist og munurinn fer úr 5 í 8 stig.
 
Þetta er kallað “baseline hammer” eða endalínuhamarinn.  Kerfi sem Spurs nota mikið.
 
Takið eftir tímasetningunni hjá öllum leikmönnum. Hárnákvæmar á hárréttum augnablikum. Takið einnig eftir öllum möguleikunum sem opnast við þetta. Hefði Adams ekki lokað teignum hefði Diaw getað stungið sér inn og fengið sendinguna. Parker er einnig kominn á vinstri vænginn á réttum tíma til að fá sendinguna í galopinn þrist þaðan. 
 
 
Fylgist með Ruslinu á:
 
 
Fréttir
- Auglýsing -