10:47
{mosimage}
(Bragi Magnússon)
Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við Braga Magnússon þjálfara meistaraflokks. Þetta kemur fram á www.stjarnan.is Gengi liðsins í vetur hefur ekki verið í samræmi við væntingar og því ákvað stjórn deildarinnar að segja upp samningnum við Braga og leita að nýjum þjálfara. Eyjólfur Örn Jónsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari hjá Braga í vetur mun taka við þjálfun liðsins og stýra því á meðan leitað er að nýjum þjálfara til frambúðar. Honum til aðstoðar verður Jón Kr. Gíslason, sem meðal annars þjálfaði lið Stjörnunnar veturinn 2001.
Bragi hefur þjálfað lið Stjörnunnar samfleytt í 2 ár og undir hans stjórn fór liðið upp í úrvalsdeild vorið 2007. Auk þess lék hann með og þjálfaði meistaraflokk félagsins frá 2003-2004. Stjarnan þakkar Braga mjög góð störf í þágu félagsins.
Mynd: [email protected]
www.stjarnan.is



