spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSamningi Kára í Finnlandi rift - Á leið í Dominos deildina?

Samningi Kára í Finnlandi rift – Á leið í Dominos deildina?

Ekkert verður að því að Kári Jónsson spili í finnsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Samningi hans við finnska liðið Helsinki Seagulls var rift á dögunum.

Frá þessu var greint á heimasíðu finnska félagsins á dögunum.

Ástæðan mun vera sú að lengra er í að Kári nái fullum styrk eftir að hafa þurft að fara í aðgerð fyrr á árinu. Liðið hafi þurft á leikmanni að halda sem gæti beitt sér frá fyrstu æfingu.

“Við hefðum viljað sjá Kára í treyju Seagulls, en við þurfum á leikmanni að halda sem getur spilað að fullum krafti strax. Við óskum Kára skjóst bata og velfarnaðar í framtíðinni” segir Jussi Laakso þjálfari liðsins á heimasíðunni.

Samkvæmt heimildum Körfunnar bendir allt til þess að Kári Jónsson muni leika í Dominos deildinni í vetur að nýju. Öruggar heimildir Körfunnar segja að Haukar og Valur séu líklegustu áfangastaðir Kára komi hann heim en ekkert hefur fengist staðfest.

Fréttir
- Auglýsing -