spot_img
HomeFréttirSamir með stáltaugar ? kláraði leikinn á línunni(Umfjöllun)

Samir með stáltaugar ? kláraði leikinn á línunni(Umfjöllun)

03:39

{mosimage}

Úrvalsdeildarlið Tindastóls átti í miklum vandræðum með að slá út 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum Lýsingarbikarsins í gærkvöldi. Sauðkræklingar voru fámennir í leiknum en aðeins liðið lék án Marcin Konarzewski sem fór af landi brott fyrir skömmu vegna meiðsla. Aðeins níu leikmenn voru á skýrslu og meðal þeirra voru Kristinn Friðriksson, þjálfari, og Kári Marísson sem er kominn á sextugsaldurinn. Úrvalsdeildarliðið hafði sigur að lokum með fjórum stigum, 80-84.

Leikurinn var fjörugur og jafn frá upphafi en það voru heimamenn sem höfðu frumkvæðið að í leiknum. Þeir leiddu allan fyrsta leikhluta og mest með fimm stigum en það var einmitt munurinn að leikhlutanum loknum 24-19.

Annar leikhluti var mjög sveiflukenndur miðað við þann fyrsta. Blikar juku muninn í átta stig og breyttu stöðunni í 31-23 snemma í öðrum leikhluta. Þá kom gott áhlaup hjá gestunum sem skoruðu næstu níu stig leiksing og komust yfir 31-32 með þriggja stiga körfu frá hinum 18 ára gamla Hallóri Halldórssyni. Eftir þetta skoruðu Blikar næstu átta stig leiksins og komust í 39-32 áður en Stólarnir náðu að svara. Liðin skiptust á körfum út hálfleikinn og heimamenn fóru með sex stiga forskot í búningsherbergið í hálfleik, 48-42.

{mosimage}

Blikar hefja seinni hálfleik á frábærum kafla og komast í 56-44 og eru komnir með álitlegt forskot. En Norðanmenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og náðu þeir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn í tvö stig áður en þriðji leikhluti var úti og átti Donald Brown síðasta orðið í leikhlutanum þegar hann setti tvö stig fyrir Stólana. Staðan fyrir lokaleikhlutann 59-57.

 Það var Tindastóll sem skoraði fyrstu stig fjórða leikhluta og komstu þeir þremur stigum yfir á eftir stuttan tíma 59-62 með þriggja-stiga körfu frá Samir Shaptahovic og tveggja-stiga frá Donald Brown. Blikar svöruðu og minnkuðu muninn í eitt stig en þá skoraði Tindastóll sex stig í röð og staðan 61-68 og gestirnir komnir á gott ról. En Blikar áttu næstu orðin og skoruðu næstu níu stig og komust yfir með þriggja-stiga körfu frá Halldóri Halldórssyni og breyttu stöðunni í 70-68. Næstu mínútur voru æsispennandi þar sem hver sókn skipti máli en um þrjár mínútur voru til leiksloka á þessum tímapunkti.

{mosimage}

Svavar Birgisson jafnaði leikinn fyrir Tindastól af vítalínunni 70-70. Sævar Sævarsson skoraðu næstu körfu leiksins fyrir Blika og kom þeim yfir áður en Svavar jafnaði á ný. Blikar misnotuðu næstu sókn og Stólarnir settu sex stig í röð og komust í 72-78 með körfum frá Samir Shaptahovic og Donald Brown, á meðan voru Breiðabliksmenn að reyna erfið skot sem geiguðu. Þegar um 25 sekúndur voru eftir og heimamenn sex stigum undir virtist sigur gestanna vera í höfn en þá kom að þætti Jónasar Ólasyni en hann setti tvær þriggja-stiga körfur og í annarri þeirra virtist leikmaður Tindastóls brjóta á honum um leið og hann skoraði en ekkert dæmt. Hélt hann Kópavogsbúum í leiknum en dugði það ekki til því að Samir Shaptahovic klikkaði ekki á vítaskotunum sem hann fékk þegar Blikar brutu eftir hverja sókn og höfðu gestirnir sigur 80-84 og eru komnir í 16-liða úrslit.

Tölfræði vantar og því vantar stigahæstu menn.

Myndir: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -