spot_img
HomeFréttirSamingur Einars Árna ekki endurnýjaður - Njarðvík leitar að þjálfara

Samingur Einars Árna ekki endurnýjaður – Njarðvík leitar að þjálfara

Einar Árni Jóhannsson mun ekki þjálfa Dominos deildar lið Njarðvíkur á næsta tímabili. Staðfestir félagið þetta í tilkynningu fyrr í kvöld. Einar hefur þjálfað Njarðvík síðustu þrjú tímabil, en samkvæmt tilkynningunni mun samningur hans vera að renna út og verður hann ekki endurnýjaður. Einar hefur að sjálfsögðu áður verið þjálfari liðsins, en það var hann sem vann með þeim síðasta Íslandsmeistaratitil þeirra 2006.

Fréttatilkynning:

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkar Einari Árna Jóhannssyni kærlega fyrir samstarfið með meistaraflokk karla síðustu þrjú leiktímabil. Samingur Einars er á enda og hefur stjórn ákveðið að framlengja ekki samstarfinu og leita á önnur mið fyrir komandi tímabil.

Einar Árni er einn af okkar fremstu þjálfurum á landinu og hefur hann um árabil sett mark sitt á körfuboltasögu félagsins. Það voru vissulega vonbrigði að ná ekki inn í úrslitakeppnina þetta tímabilið en leiktíðin var býsna snúin að þessu sinni sökum heimsfaraldurs COVID-19.

Stjórn deildarinnar óskar Einari Árna velfarnaðar í sínum störfum og hefur það verið mikill heiður að starfa með Einari sem er einkar faglegur og reyndur þjálfari. Með þökk fyrir samstarfið.

Fréttir
- Auglýsing -