spot_img
HomeFréttirSamara vann EuroCup Challenge

Samara vann EuroCup Challenge

14:15 

{mosimage}

 

CSK-VVS Samara vann Euro Cup Challenge í gær er þeir sigruðu Keravnos frá Kýpur í seinni úrslitaleik liðanna í Rússlandi. Leikurinn endaði 101-81 en Keravnos hafði sigrað fyrri leikinn á Kýpur með 2 stigum. Frá þessu er greint á www.umfn.is

 

Hinn tvítugi frábæri leikmaður Nikita Shabalkin var stigahæstur leikmanna Samara með 24 stig og 7 fráköst, gríski bakvörðurinn Georgios Diamantopoulos gerði 22 stig og Kelvin Gibbs var með 21 stig. Omar Cook var rólegur í stigaskorun, gerði 3 stig en hann gaf 10 stoðsendingar.

Leikir UMFN og Samara í EuroCup Challange voru flottir leikir. Fyrri leikurinn endaði 101-80 fyrir Samara þar sem staðan í hálfleik var 50-46. Síðari leikurinn var svo gríðarlega spennandi þar sem Samara náði að innbyrða 86-88 sigur með góðum lokasprett. Brenton Birmingham átti stórleiki gegn Samara, gerði 28 stig úti og 33 stig hér heima.

 www.umfn.is

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -