Leik er lokið á Norðurlandamóti yngri flokka á Norðurlandamótinu sem hefur farið fram í Finnlandi síðustu daga. Niðurstaða íslenska liðsins er tvö verðlaun: brons í U16 stúlkna og silfur í U16 drengja.
Ýmislegt hefur á daga okkar drifið. Okkar eini sanni Torfi Troð (e. Sam Dunk) leit við á mótið í dag, gaf fimmur og sat fyrir á myndum. Torfi Troð er lukkudýr Eurobasket sem Ísland tekur einmitt þátt í í September. Okkar riðill fer fram í Helsinki og því vel við hæfi að ritstjóri Karfan.is, Davíð Eldur fengi mynd af sér með hinum magnaða Torfa. Fyrir þá sem eru spenntir um afdrif súkkulaðimúsarinnar þá var hún ekki í dag öllum til mikils ama.
Jónína Þórdís Karlsdóttir leikmaður U18 landsliðs Íslands hefur spilað nokkuð á mótinu og var sérstaklega tekið eftir því að hún er mikið með tunguna á sér úti í leiknum. Það svipar til Michael Jordan sem vann einnig mikið með þetta. Því var smellt í eina góða samsetta mynd þar sem sjá má að þau feðgin eru nauðalík.
Karfan.is hefur verið á staðnum á öllum leikjum þessa lokadags og má finna allt efni dagsins hér að neðan:
U16 stúlkna:
Umfjöllun: Stúlkurnar unnu til verðlauna
Viðtal: Sigrún Ólafsdóttir, leikmaður.
Viðtal: Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari.
U16 drengja:
Umfjöllun: U16 drengja hlaut silfur
Viðtal: Kolbeinn Fannar Gíslason, þjálfari.
Viðtal: Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari.
U18 stúlkna:
Umfjöllun: Íslensku stúlkurnar enduðu í fjórða sæti
Viðtal: Sævaldur Bjarnason, aðstoðarþjálfari.
Viðtal: Dagbjört Dögg Karlsdóttir, leikmaður.
U18 drengja:
Umfjöllun: Drengirnir enduðu mótið með glans
Viðtal: Gabríel Möller, leikmaður.
Viðtal: Lárus Jónsson, aðstoðarþjálfari.
Aukaefni:
Ásta Júlía í úrvalsliði norðurlandamótsins
Fimm íslenskir flauta í Finnlandi
Siguratriði U18 drengja frá kvöldvöku íslenska liðsins