Mótherjar dagsins voru Danmörku á Norðurlandamóti yngri flokka sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Danir sendu ekki U18 lið stúlkna til leiks þetta árið vegna meiðsla og fékk íslenska U18 liðið því frídag í dag. Ákvörðun Danmerkur að senda liðið ekki verður að teljast döpur en þeir um það.
U16 og U18 lið drengja fóru nokkuð sannfærandi í gegnum dönsku drengja liðin þó U18 hafi reynt sitt besta að gera leikinn spennandi í lokin. U16 kvenna lið Dana er mjög sterkt og gerði Íslenska liðið mjög vel í þeim leik þrátt fyrir tap.
Reynt var að hlaða í Víkingaklapp aftur í dag með ekki jafn góðum árangri en það var stórskemmtilegt. Framhaldssagan af súkkulaðimúsinni heldur áfram en móthaldarar tóku uppá því að henda í lakkrísmús til að klóra í bakkann. Niðurstaðan svona líka ljómandi fín svo skellurinn var ekki mikill.
Þessi lætur ekki góða mús framhjá sér fara #korfubolti pic.twitter.com/WrQNsCTJzy
— Karfan.is (@Karfan_is) June 29, 2017
Á morgun er það Eistland sem er með misjöfn lið í öllum flokkum. Morgundagurinn er einnig lokadagur mótsins og verða verðlaun veitt fyrir mótið og hin umtalaða kvöldvaka fer fram hjá íslenska liðinu.
Allar umfjallanir, viðtöl, myndir og myndatökur frá deginum er samankomið hér að neðan:
U16 stúlkna:
Umfjöllun: Margt jákvætt þrátt fyrir tap U16 stúlkna
Viðtal: Sigurbjörg Eiríksdóttir, leikmaður.
Viðtal: Kristjana Eir Jónsdóttir, aðstoðarþjálfari.
U16 drengja:
Umfjöllun: Drengirnir kjöldrógu Danmörk
Viðtal: Veigar Páll Alexandersson, leikmaður.
Viðtal: Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari.
U18 stúlkna: Sátu hjá í dag
U18 drengja:
Umfjöllun: Seigla í sigri undir 18 ára liðs drengja á Danmörku
Viðtal: Sigvaldi Eggertsson, leikmaður.
Viðtal: Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari.
Aukaefni:
Hákon Örn Hjálmarsson meiddur – Frá í 6-10 mánuði?