Þar með er leikdegi þrjú lokið hér í Kisakallio þar sem Norðurlandamót U16 og U18 landsliða fer fram. Uppskera dagsins tveir sigrar og tvö töp.
Íslensku U16 landsliðinu unnu bæði góða sigra á Svíum. Bæði lið þurftu að hafa fyrir leikjunum og greinilegar framfarir í liðinu með hverjum leiknum. U18 liðin töpuðu bæði og hefur U18 drengja enn ekki unnið leik, það er gott tækifæri á morgun þegar þeir mæta dönum sem hafa ekki heldur unnið leik og því mikið í húfi.
Viðar Örn skellti upp víkingaklappi í U16 leiknum og hann og Baldur Þór hoppuðu í vatnið. Gleðin er enn við völd hér í Finnlandi og léttur andi yfir hópnum. Ákveðið bakslag var svo þegar í ljós kom að súkkulaðimúsin fræga var heldur ekki á boðstólnum í dag. Finnarnir reyndu að moka yfir það klúður með því að bjóða uppá kalda kakósúpu. Má heita aukaatriði en dæmi hver um sig.
Allar umfjallanir, viðtöl, myndir og myndatökur frá deginum er samankomið hér að neðan:
U16 stúlkna:
Umfjöllun: Stúlkurnar sigruðu Svíþjóð í naglbít
Viðtal: Ólöf Rún Óladóttir, leikmaður
Viðtal: Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari.
U16 drengja:
Umfjöllun: Undir 16 ára lið drengja með frábæran sigur á Svíþjóð
Viðtal: Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður.
Viðtal: Baldur Þór Ragnarsson, aðstoðarþjálfari.
U18 stúlkna:
Umfjöllun: Barátta U18 stúlkna dugði ekki til
Viðtal: Sævaldur Bjarnason, aðstoðarþjálfari.
Viðtal: Ragnheiður Björn Einarsdóttir
U18 drengja:
Umfjöllun: Andlegi hlutinn brást hjá U18 drengja í tapi gegn Svíþjóð
Viðtal: Arnór Sveinsson, leikmaður.
Viðtal: Lárus Jónsson, aðstoðarþjálfari.
Aukaefni:
Víkingaklappið lifir góðu lífi