spot_img
HomeFréttirSamantekt - Dagur 2: Þrír sigrar

Samantekt – Dagur 2: Þrír sigrar

Leikdegi tvö er lokið hér í Kisakallio í Finnlandi. Uppskeran í dag mun betri enn í gær og einungis hársbreidd frá 100% sigurhlutfalli í dag. Það voru U18 drengja sem töpuðu sínum leik í dag gegn virkilega spræku liði Noregi. Nokkur atvik og ákvarðanir hefðu mátt falla með okkur í þeim leik til að ná í sigur en þetta er stundum svona. 

 

U16 kvenna byrjaði daginn á góðum sigri í jöfnum leik. Það var einfaldlega klókindi íslenska liðsins sem knúði fram sigur í þeim leik en U16 karla vann fjörutíu stiga sigur á slöku liði Noregs. U18 lið kvenna vann svo nokkuð öruggan sigur í sínum leik. Það er því bjartara yfir hópnum en í gær þar sem sigurtilfinningin er komin aftur. Það var aftur á móti aftur áfall í hópnum í dag þar sem engin súkkulaðimús var í mötuneytinu. Menn jafna sig seint á því. 

 

Á morgun eru það svo svíar sem bíða. Við hér höfum engan áhuga á einhverri hundleiðilegri klisju um svíagrýlu og viljum fjóra sigra á morgun. Svíþjóð er með sterk lið í ár og því ljóst að spennandi viðureigir eru framundan. 

 

Karfan.is hefur verið á staðnum á öllum leikjum dagsins og má finna allt efni dagsins hér að neðan: 

 

U16 stúlkna: 

 

Umfjöllun: Vörnin skóp nauman sigur U16 stúlkna

 

Viðtal: Alexandra Sverrisdóttir, leikmaður

Viðtal: Kristjana Eir Jónsdóttir, aðstoðarþjálfari.

Myndasafn

 

U16 drengja: 

 

Umfjöllun: Fjörutíu stiga sigur U16 drengja

 

Viðtal: Dúi Þór Jónsson, leikmaður. 

Viðtal: Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari.

Myndasafn.

 

U18 stúlkna:

 

Umfjöllun: Undir 18 ára lið stúlkna hafði Noreg örugglega

 

Viðtal: Finnur Jónsson, þjálfari

Viðtal: Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður. 

Viðtal: Erna Freydís Traustadóttir, leikmaður. (Lék með Noregi í fyrra)

Myndasafn

 

U18 drengja:

 

Umfjöllun: Undir 18 ára drengir grátlega nálægt sigri á Noregi

 

Viðtal: Orri Hilmarsson, leikmaður. 

Viðtal: Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari. 

Myndasafn

 

Fréttir
- Auglýsing -