spot_img
HomeFréttirSam Dunk í DHL-Höllinni og Ásgarði

Sam Dunk í DHL-Höllinni og Ásgarði

Lokakeppni EuroBasket 2017 fer fram í Finnlandi næstkomandi haust og af því tilefni stendur FIBA Europe fyrir svokölluðum Trophy Tour þar sem lukkudýrið Sam Dunk (ísl. Torfi Troð) og sjálfur Evrópumeistarabikarinn ferðast keppnislandanna á milli til kynningar á EruoBasket 2017.

Nú er röðin komin að Íslandi og segir í fréttatilkynningu frá KKÍ að Sam Dunk og bikarinn góði verðir lausir fyrir myndatöku á leikjunum í DHL-Höllinni og Ásgarði.

Tilkynning KKÍ

Á föstudaginn og laugardaginn kemur dagana 7.-8. apríl fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino’s deild karla.

Samhliða þeim mun KKÍ vera fyrir leikina í DHL höllinni föstudag og í Ásgarði laugardag og kynna og sýna Evrópumeistarabikarinn og keppnisboltann á EM. Lukkudýr keppninnar, Sam Dunk, verður einnig á staðnum. Áætlað er að vera frá kl. 17:30 föstudag út í DHL-höll og fram yfir hálfleik og frá kl. 14:30 laugardag í Ásgarði.

Öllum áhugasömum gefst kostur á að taka af sér myndir við bikarinn sjálfan og með Sam Dunk.
FIBA og KKÍ ætla að gefa körfubolta og hægt verður að fræðast nánar um keppnina.

Fyrrihluta föstudagsins verða fulltrúar FIBA ásamt bikarnum og Sam Dunk á ferð um höfuðborgarsvæðið að ljósmynda og gera kynningarefni við þekkt kennileiti í borginni fyrir FIBA og munu þau meðal annars hitta forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum.

Tilkynning og mynd: KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -