spot_img
HomeFréttirSallie farinn frá Tindastóli

Sallie farinn frá Tindastóli

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að láta hinn nýja leikmann félagsins Roburt Sallie fara frá félaginu en einungis eru tvær vikur síðan hann kom á Krókinn. Þá var hætt við að senda Drew Gibson heim og væntanlega klárar hann leiktíðina með Stólunum. Feykir.is greinir frá.
 
Í frétt Feykis segir einnig:
 
Roburt Sallie lék með Stólunum sl. föstudag og þótti standa sig vel, gerði 24 stig og tók 13 fráköst. Drew Gibson hefur átt við meiðsli að stríða og var búið að afskrifa hann en nú standa vonir til að hann geti beitt sér eitthvað líkt og hann gerði í KR leiknum en þá átti hann stórgóðan leik þrátt fyrir að hann „gengi ekki heill í skónum“. Hinn breski Tarick Johnson er nýr leikmaður Stólanna og verður væntanlega í leikstjórnarstöðunni en hann verður þriðji erlendi leikmaðurinn í liði Tindastóls.
 
Tindastóll á heimaleik nk. föstudagskvöld gegn Fjölni og verður gaman að sjá hvernig sá breski á eftir að standa sig.
 
www.feykir.is

Mynd úr safni/ Nokkrar hræringar hafa verið á leikmannahópi Tindastóls að undanförnu.
  
Fréttir
- Auglýsing -