Þrátt fyrir að enn sé ekki búið að blása til leiks í Evrópumótinu í Þýskalandi þá er Pavel Ermolinski augljóslega kominn í gírinn fyrir mótið. Á Twitter nú í morgun sagði Pavel frá því þar sem hann skaut sér framfyrir í röðinni að hlaðborðinu og þar með fram fyrir Dirk Nowitzki leikmann Þjóðverja. Í "tísti" Pavels fylgdi svo ansi magnþrungin stund milli þeirra sem endaði á því að Dirk vék fyrir okkar manni.
Hversu mikil alvara er svo í þessu "Tísti" hans Pavels er svo óvitað en líkast til er sagan að einhverju leyti krydduð enda Pavel hnyttinn og með hárbeittan húmor í "Tístum" sínum.
Köttaði á Dirk í buffetröðinni. Horfði djúpt og aggressívt í augun á honum, hann leit undan og sagði ekki orð. #internationalStreetcred
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) September 2, 2015



