Haukar verða í pottinum er dregið verður í átta liða úrslitum Maltbikars karla í næstu viku. Þeir tryggði sætið með öruggum sigri á Haukum B. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Haukar góðri forystu og unnu leikinn 99-65.
Jafnt var á öllum tölum fyrstu fimm mínútur leiksins og var staðan 26-21 eftir fyrsta fjórðung. Eftir það settu Haukar í gírinn og unnu annan fjórðung 31-13 og aftur var ekki snúið fyrir Hauka B.
Haukar leyfðu sér að hvíla lykilmenn er leið á leikinn og léku allir leikmenn liðsins um 15 mínútur. Liðið tók mikið af þriggja stiga skotum með fínum árangri og stjórnaði leiknum. Haukar bættu bara í muninn í seinni hálfleik og rúmlega 30 stiga sigur staðreynd.
Haukar b reyndu mikið að hafa áhrif á Hauka fyrir leikinn með sálfræðihernaði en það gekk ekki þegar uppi var staðið. Margir eldri og reynslumeiri leikmenn léku með Haukum og var meðal annars lögmaðurinn Kristinn Jónasson að daðra við þrennu með 10 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
Haukar-Haukar b 99-65 (26-21, 31-13, 19-17, 23-14)
Haukar: Ívar Barja 17, Kristján Leifur Sverrisson 13/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 13/9 fráköst/5 sto?sendingar, Breki Gylfason 12, Sherrod Nigel Wright 10/4 fráköst/6 sto?sendingar, Haukur Óskarsson 8, Steinar Aronsson 7/9 fráköst, Jón Ólafur Magnússon 6/4 fráköst, Emil Barja 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5, Óskar Már Óskarsson 2, Björn Ágúst Jónsson 0/5 fráköst.
Haukar b: Sigur?ur Þór Einarsson 12, Sveinn Ómar Sveinsson 12/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 11/5 fráköst, Kristinn Jónasson 10/10 fráköst/7 sto?sendingar, Kristinn Geir Pálsson 7, Marel Örn Gu?laugsson 5, Elvar Steinn Traustason 3/6 fráköst, Vilhjálmur Skúli Steinarsson 2, Gunnar Magnússon 2, Haraldur Örn Sturluson 1, Kristján Ómar Björnsson 0, Emil Örn Sigur?arson 0.



