spot_img
HomeFréttirSálfræðihernaður Hauka B fyrir leikinn gegn Haukum

Sálfræðihernaður Hauka B fyrir leikinn gegn Haukum

Fyrsti leikur í 16 liða úrslitum Maltbikarsins fer fram í dag þegar Haukar B taka á móti aðalliði Hauka. Haukar B tóku nágranna sína í  Álftanesi örugglega út í 32 liða úrslitum en Haukar fengu erfiðara verkefni á Ísafirði gegn Vestra. 

 

Ljóst er að mikil spenna er innan félagsins vegna leiksins en ekki á hverjum degi sem bæði lið félagsins leika mótsleik. Skotin hafa flogið á milli liðanna og ýmislegt gert til að trufla andstæðinginn og auglýsa leikinn. Leikmenn Hauka B hafa sérstaklega mikið haft uppi sálfræðihernað á hinn ýmsa máta. 

 

Lið Hauka B er smekkfullt af hetjum, Sævar Ingi Haraldsson, Kristinn Jónasson, Marel Örn Guðlaugsson, Vilhjálmur Steinarsson, Sigurður Þór Einarsson og Bragi Magnússon.  Liðið á yfir 20 landsleiki að baki gegn örfáum hjá aðalliði Hauka. 

 

Fyrr í vikunni gekk tilbúin frétt á milli manna í Hafnarfirði sem sýndi að Stefan Bonneau myndi leika með Haukum B í leiknum. Bonneau eins og menn vita fór frá Njarðvík í byrjun viku áður en hann samdi við kanínurnar í Svendborg. Góðir menn hjá Haukum B gripu það a lofti og fengu Karfan.is sér til aðstoðar við að útbúa þessa gervifrétt sem gengið hefur meðal manna. Skjáskot má sjá hér að neðan:

 

 

Í dag fóru svo auglýsingaplaggöt í birtingu þar sem leikmenn Hauka B héldu sem dæmi á ungabörnum og nöfn leikmanna Hauka við. Seinna plaggatið er svo af Gunnari Magnússyni leikmanni Hauka B sem stígur á Finn Magnússyni. 

 

 

Þessar auglýsingar hafa gengið manna á milli í dag og fylgt með sleggjur. Leikurinn hefst klukkan 17:00 í Schenkerhöllinni þar sem aðallið Hauka er boðið sérstaklega velkomið til leiks. Ljost er að Haukar munu eiga lið í pottinum er dregið verður í átta liða úrslit Maltbikarsins næsta þriðjudag. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -