spot_img
HomeFréttirSalbjörg íþróttamaður USVH 2016

Salbjörg íþróttamaður USVH 2016

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga heiðraði íþróttafólk úr héraðinu þann 29. desember síðastliðinn og var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir þá kjörinn Íþróttamaður USVH 2016. Salbjörg lék með Hamri frá Hveragerði á síðasta tímabili en skipti yfir í spútníklið Keflavíkur fyrir yfirstandandi tímabil og hefur verið mikilvægur hlekkur í leik liðsins sem nú situr á toppi Domino's deildar kvenna. Þá var Salbjörg valin í A-landslið kvenna á árinu. 

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, leikmaður Vals, lenti í þriðja sæti í kjöri Íþróttamanns USVH og þá var Hannes Ingi Másson, leikmaður Tindastóls, einnig tilnefndur. 

Nánar má lesa um Íþróttamann USVH hér. 

Fréttir
- Auglýsing -