spot_img
HomeFréttirSalbjörg á leið í Blómabæinn

Salbjörg á leið í Blómabæinn

Miðherjinn Salbjörg Sævarsdóttir er á leið til Hamarkvenna í Hveragerði en þetta staðfesti Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Hamars við Karfan.is í dag. Salbjörg segir því skilið við Njarðvíkinga að sinni sem féllu niður í 1. deild kvenna að loknu síðasta tímabili í Domino´s deildinni.
 
 
Salbjörg var með 6 stig og 6,7 fráköst að meðaltali í leik hjá Njarðvík á síðustu leiktíð en Hamarskonur fá nú vel þegan viðbót í teiginn þar sem Marín Laufey Davíðsdóttir hefur sagt skilið við Hvergerðinga og mun leika með Keflavík á næsta tímabili.
 
„Ég er mjög sáttur við að fá Döllu til okkar. Hún er sterkur miðherji sem að okkur vantaði tilfinnanlega eftir að Marín samdi við Keflavík. Dalla þekkir til í Hveragerði þar sem hún spilaði hérna eitt tímabil með Hamri,“ sagði Hallgrímur í stuttu spjalli við Karfan.is í dag. „Hún veit í hvaða umhverfi hún er að fara í og veit að við stefnum hátt.“
 
Mynd/ Björn Ingvarsson 
Fréttir
- Auglýsing -