spot_img
HomeFréttirSakera Young til Vals

Sakera Young til Vals

Valsstúlkur hafa fengið liðsstyrk fyrir veturinn. Bandaríska stúlkan Sakera Young er mætt til landsins og mun leika með liðinu í vetur.
 
Að sögn Ara Gunnarsson þjálfara Vals er Young búin að mæta á eina æfingu og aðspurður um hæfileika hennar sagði Ari að hún hefði sýnt það sem hann ætlaðist til, ekkert meira né minna.
 
„Hún á vonandi eftir að styrkja okkur með tímanum en kannski verður engin sprenging fyrstu vikuna.“ sagði Ari brosandi.
 
Young sem er 23 ára er nýútskrifuð úr háskóla en hún lék með University of Massachusetts.
 
Mynd: Þórunn Bjarnadóttir og stöllur fá bandarískan liðsstyrk
 
 
Fréttir
- Auglýsing -