spot_img
HomeFréttirSakar Harden um að skipuleggja árás á sig

Sakar Harden um að skipuleggja árás á sig

Nú þegar Houston Rockets hefur lokið keppni í úrslitakeppninni er liðsmaður þeirra James Harden á leið í aðra baráttu en nú fyrir dómstólum vestanhafs þar sem Moses Malone Jr. sonur Houston kempunnar Moses Malone hefur kært Harden.

Segir Malone Jr. að Harden hafi skipulagt árás á sig en atvik málsins eru þau að Malone Jr. var laminn og rændur af 15-50 þúsund dollurum í verðmæti skartgripa á strípistað í Houston í júní á síðasta ári.

Malone Jr. segir að Facebook-færsla sín þar sem hann gagnrýndi körfuboltabúðir Harden þar sem kostnaður á hvern iðkanda hafi verið 250 dollarar sé ástæða fyrir því að ráðist hafi verið á hann. Telur hann að James Harden hafi greitt árásarmönnunum 20 þúsund dollara fyrir að ráðast á sig.

Árásarmennirnir muni hafa ráðist á hann fyrir að hafa sýnt Harden óvirðingu. Þá mun Malone Jr. einnig hafa kært strípistaðinn þar sem hann varð fyrir árásinni og krefst hann einnar milljónar í skaðabætur.

Í frétt Sports Illustrated um málið er hvergi minnst á viðbrögð við málsókninni úr ranni Harden.

Sjá frétt SI um málið.

Mynd/ Höfðað hefur verið mál á hendur James Harden fyrir að skipuleggja árás á Moses Malone Jr.

Fréttir
- Auglýsing -