spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik Vals og Stjörnunnar í gær

Sagt eftir leik Vals og Stjörnunnar í gær

15:57 

{mosimage}

 

(Zachary Ingles) 

 

Valsmenn leiða einvígið 1-0 gegn Stjörnunni í úrslitum 1. deildar karla eftir 80-77 sigur í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær. Karfan.is ræddi við mann leiksins, Zachary Ingles, leikmann Vals sem gerði 39 stig í gær og Braga Magnússon þjálfara Stjörnunnar.

 

Zachary W. Ingles:

Ég átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en kom sterkur til síðari hálfleiks og það voru stór skot að detta niður hjá mér. Við urðum að leika svæðisvörn í síðari hálfleik því bæði lið höfðu eytt mikilli orku og tilfinningum í fyrri hálfleikinn en búast má við meira skori í næsta leik í Garðabæ. Ég kom til liðs við Val með eitt markmið og það er að hjálpa liðinu upp í Iceland Express deildina.

 

Bragi Magnússon:

Svæðisvörn Vals var góð en hún var svo sem ekkert að stoppa okkur, þeir náðu engum mun með þessari svæðisvörn en það var aðallega Zachary sem slátraði okkur með góðum skotum og sterkum gegnumbrotum. Zach tók yfir leikinn og það fer mikið framlag í það að stoppa þennan eina mann sem svo opnar vel fyrir aðra með því að draga til sín varnarmenn. Það verður oddaleikur í Kennaraháskólanum.

 

Svo mörg voru þau orð hjá Braga og Zachary en búast má við mögnuðum leik í Garðabæ annað kvöld en leikurinn hefst kl. 19:15 í Ásgarði. Takist Val að vinna sigur eru þeir komnir í Iceland Express deildina. Að öðrum kosti kemur til oddaleiks síðar í vikunni.

Fréttir
- Auglýsing -