18:27
{mosimage}
(Hildur Sigurðardóttir var lykilleikmaður í bikarsigri KR í dag)
Símon B. Hjaltalín ræddi við leikmenn eftir kvennaslag KR og Keflavíkur í Subwaybikarúrslitum þar sem KR fagnaði mögnuðum 60-76 sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur.
{mosimage}
Bryndís Guðmundsdóttir: Þær voru grimmari.
Bryndís Guðmundsdóttir var með 14 stig og 8 fráköst fyrir Keflavík og skilaði sínu vel í stórskemmtilegum bikarleik kvenna þrátt fyrir tap síns liðs. Bryndís gaf okkur hjá Karfan.is smá komment á leikinn og hafði þetta að segja:
,,Við spiluðum leikinn ekki nógu vel og komum ekki inn af sama krafti og við ætluðum okkur og þær einfaldlega komu grimmari til leiks. Það sem gerði það að verkum að við náðum ekki yfir síðasta hjallann þegar það var jafnt var orkan sem fór í að elta og þær voru þá alltaf komnar 4-6 stigum á undan okkur og fyrsti hlutinn gerði að mestu útslagið.“
{mosimage}
Sigrún Sjöfn og Jóhannes Árnason: Ólýsanlegt og frábært.
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var gríðalega ánægð eftir sigurinn og má vera það eftir góðan leik með 18 stig og 11 fráköst.
,,Þetta er ólýsanlegt og frábært. Liðsheildin er að skila sér klárlega alveg út í gegn. Það sem við gerðum fyrir þennan leik var að fara vel yfir Keflavíkurliðið og við vissum helmikið fyrir en líka að mæta og gefa 120 % í allann leikinn og gefa allt sem við áttum. Við byrjuðum leikinn náttúrulega mjög vel og kom mér á óvart hvað í raun við náðum að byrja sterkt og svo að ná til baka í lokin og halda haus var svakalega gott og skilaði frábærum sigri.“
{mosimage}
Jóhannes Árnason þjálfari KR sagði svo stuttlega:
,,Við lögðum upp með að gera stórkostlega hluti og nú erum við komin með STÓR og vantar bara KOSTLEGT til að kára tímabilið almennilega.“
Hildur Sigurðardóttir: Stefnum bara á toppinn.
Hildur Sigurðardóttir var atkvæðamikil fyrir KR að vanda og stjórnaði liðinu af mikilli röggsemi og var með 17 stig og 11 fráköst.
,,Við erum búnar að vera að undirbúa okkur í um eina og hálfa viku og eiga þjálfararnir mikið hrós skilið. Við vissum bara nákvæmlega hvernig við áttum að spila og bregðast við hlutunum og komum mjög sterkar í byrjun leiksins. Við duttum aðeins niður í hálfleik en náðum okkur vel á strik aftur og unnum á góðu forskoti. Það er búinn að vera mikill stígandi í liðinu eftir áramót og við höfum tekið aðeins til hjá okkur körfulega séð og einnig í hugarfari mikið og það er að skila sér vel núna og við erum búnar að vinna toppliðin og erum að vinna okkur upp og stefnum bara á toppinn.“
Símon B. Hjaltalín