spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Toyotahöllinni

Sagt eftir leik í Toyotahöllinni

11:03
{mosimage}

 

 

Spútniklið ÍR fékk skell í gærkvöldi í Toyotahöllinni í Keflavík er heimamenn náðu að minnka muninn í 2-1 í undanúrslitaseríu liðanna. Lokatölur voru 106-73 fyrir Keflavík. Miklu munaði um að Tommy Johnson vaknaði í liði Keflavíkur en heimamenn náðu að ýta ÍR úr bílstjórasætinu og taka völdin. Liðin mætast svo aftur á morgun kl. 17:00 í Hellinum í Breiðholti. Karfan.is náði tali af Tommy Johnson í leikslok og Ómari Sævarssyni.

 

Tommy Johnson (22 stig og 5 fráköst)

 

Við mættum til leiks með annað hugarfar en í tveimur fyrstu leikjunum og vorum mun ákafari. Þeir sprengdu okkur í loft upp í fyrstu tveimur leikjunum og tóku stjórnina og ég held að stoltið hafi verið að veði meira en nokkuð annað í þessum þriðja leik.

 

Ég er hvergi nærri tilbúinn til þess að fara heim svo ég og fleiri í liðinu urðum að finna leiðir til þess að leika betur en við höfðum verði að gera. Sigurinn hafði samt ekkert með sóknarleik okkar að gera, vörnin var einfaldlega miklu betri en áður. Við vorum ákafari, harðari og vorum að berjast vel. Við veittum þeim þungt högg í þessum þriðja leik með því að vinna þá með einhverjum 30 stigum og nú förum við til Reykjavíkur til þess að ná okkur í oddaleik og þá verður næsta vika ekki auðveld hjá ÍR.

 

{mosimage}

 

Ómar Sævarsson (6 stig og 5 fráköst)

 

Við mættum tilbúnir til leiks en Keflvíkingar mættu augljóslega tilbúnari og sýndu það að þeir hafa hjarta meistarans. Kannski vorum við aðeins of mikið í skýjunum og héldum virkilega að við myndum fara auðveldlega í gegnum þetta einvígi. Við töluðum um það inni í klefa að þessi leikur hafi verði gott spark í rassgatið sem var nauðsynlegt því við ætlum okkur alla leið.

 

Við komum í leikinn og ætluðum að gera sömu hlutina, Keflavík breytti til og við aðlöguðumst því ekki og núna verðum við bara að kíkja á þetta og sjá hvað við vorum að gera rangt og hvað þeir voru að gera rétt.

 

Ég hef mjög gaman af þessu og þó menn séu að berjast og slást og öskra á vellinum þá eru allir félagar utanvallar en inni á vellinum er enginn vinskapur. Stuðningssveitirnar eru öflugar og gaman að sjá að það er virðing þeirra á milli og engine leiðindi. Ég veit ekki hvort Seljaskóli höndli hávaðann og fjöldann sem verður í húsinu á sunnudag. Þetta verður örugglega einn af bestu leikjunum sem fólk á eftir að sjá í langan tíma og þetta verður fullorðins.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -