00:35
{mosimage}
(Þorsteinn Gunnlaugson )
Karfan.is náði tali af Þorsteini Gunnlaugssyni og Guðmundi Jónssyni eftir leik Breiðabliks og Þórs Akureyri í Smáranum. Þorsteinn var dreginn út úr búningsklefa Blika þar sem þeir fögnuðu gríðarlega og Þorsteinn lét sig ekki vanta þar enda nýbúinn að vinn sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Guðmundur Jónsson var ekki jafn hress eftir leik enda þurftu Þórsarar nauðsynlega á þessum stigum að halda til að halda sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Þorsteinn Gunlaugsson er mættur aftur í lið Breiðabliks eftir að hann sagði upp samningi sínum upp við Skallagrím fyrr á tímabilinu. Hann lætur ekki eftir sér bíða heldur mætti af fullum krafti í leikinn og var næst stigahæstur í liði Blika með 17 stig og hirti 9 fráköst.
Er þetta fyrsti sigurinn þinn í vetur?
“Þetta er fyrsti sigurinn minn í vetur, þetta er yndislegt”
Er þetta annað líf að vera kominn aftur í Breiðablik?
“nei eða jájá, þetta er virkilega gaman og ég er bara ánægður”
Þetta var frekar erfið fæðing hjá ykkur í dag og kom ekki fyrr en í fjórða leikhluta
“ Jájá, við vorum bara að leyfa þeim að berja á okkur í byrjun. Um leið og við fórum að berjast eins og þeir. Við vissum að við værum miklu betri við þurfum bara að berjast. Liðið sem berst meira það vinnur, það er bara þannig”
Er Breiðablik að stefna í úrslitakeppni?
“við erum á leiðinni í úrslitakeppnina, engin spurning!”
{mosimage}
Guðmundur Jónsson hefur stimplað sig allhressilega inn í lið Þórs frá Akureyri á þessu tímabili og hann átti fínan leik gegn Breiðablik. Hann skoraði 18 stig, gaf 4 stoðsendingar og hirti 4 fráköst.
Þetta hefði ekki þurft að fara svona, hvað klikkaði í fjórða leikhluta?
“Við vorum staðir í sókninni, það fór ekkert niður, hittum ekki úr lay-upum. Það bara gekk allt á móti okkur þarna á kapla. Það fór ekki eitt einasta skot niður hjá okkur nema þarna þriggja stiga skotið þarna undir lokin”.
Það munar um minna þegar það vantar mann eins og Cedric Isom?
“ Já, engin spurning. Hann stjórnar leiknum alveg eins og herforingi og þegar hann er ekki þá getum við verið svolítið ráðviltir í sókninni. En okkur tókst alveg ágætlega upp í þessum leik að fara í kerfin og stilla upp og svona. Nema bara að við vorum ekki að setja þessi skot niður, svo einfalt er það”.
Breiðablik er núna komið fjórum stigum fyrir ofan ykkur, eru Þórsara að horfa á að berjast fyrir sæti í deildinni frekar en að komast í úrslitakeppnina eftir þennan leik?
“Nei, við erum alveg í fallbaráttu núna en við eigum alveg að vera með lið sem á að geta rifið okkur upp og komist í úrslitakeppnina. En þessi leikur var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og núna erum við komnir fjórum stigum á eftir þeim og það verður erfitt að ná þeim. En ég hef alveg fulla trú á þessu liði og að við komumst í úrslitakeppnina. Cedric kemur sterkur inn og svo er Óðinn að ná sér eftir meiðsli og svona. Ég held að við verðum alveg mjög sterkir seinni hlutan, eða við getum verið það”.



